Lögregluafskipti vegna brota á útivistarreglum
Lögreglan í Keflavík þurfti að hafa afskipti af börnum og ungmennum í gær vegna brota á útivistarreglum. Ekki eru allir sem átta sig á því að á haustin breytist útivistartími barna og þeim óheimilt að vera ein á ferli á kvöldin, nema að þau séu á leið heim frá viðurkenndri félagsstarfsemi.Þá þurfti lögreglan að gera athugasemdir við börn sem voru úti að hjóla og voru hjálmlaus. Það er alltof algengt að börn séu án öryggisbúnaðar á reiðhjólum. Sektir liggja við því að vera hjálmlaus á hjóli.