Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregluaðgerð í Röstinni: Einn maður handtekinn
Þriðjudagur 25. mars 2008 kl. 21:34

Lögregluaðgerð í Röstinni: Einn maður handtekinn

Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglu í Röstinni fyrr í kvöld vegna Keilufellsmálsins svokallaða þegar hópur Pólverja réðist að samlöndum sínum nú fyrir helgi. Aðgerðir standa enn yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum í leit að þeim sem taldir eru viðriðnir málið og nýtur hún aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Sá handtekni var fluttur til Reykjavíkur. Hann verður að líkindum yfirheyrður í kvöld og verður ákveðið í framhaldinu hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Fjórir menn til viðbótar hafa verið handteknir vegna málsins en talið er að árásarmennirnir hafi verið 10 til 12. Einn hinna slösuðu liggur enn á spítala með samfallið lunga, brotinn handlegg og brotna augntótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024