Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Lögreglan: Við höfum fengið nóg
Frá fundi lögreglumanna á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 8. október 2015 kl. 09:37

Lögreglan: Við höfum fengið nóg

Fjölmennur félagsfundur var haldinn í gærkvöldi hjá Lögreglufélagi Suðurnesja (LS). Gestir fundarins voru Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokks. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:

„Félagsmenn LS hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem samningaviðræður LL, SLFÍ og SFR við samninganefnd ríkisins(SNR) eru komnar í. Eftir árangurslausan fund félaganna hjá SNR í gær, 6. október, er ljóst að ekki er vilji hjá sitjandi ríkisstjórn um að ganga til samninga við ofangreind félög. Skilboð SNR og fjármálaráðherra eru skýr, ofangreind félög eiga að sætta sig við mun lakari kjarasamninga en þegar hefur verið samið um við aðrar stéttir opinberra starfsmanna. Þessi skilaboð eru ekkert annað en lítilsvirðing við ofangreind félög.

Nú er svo komið að við höfum fengið nóg, við munum standa saman allt þar til baráttan er sigruð.
Þá lýsa félagsmenn LS yfir fullum stuðning við fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir SLFÍ og SFR“.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024