Lögreglan varar við innbrotum á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum varar við innbrotum í heimahús og fyrirtæki á Suðurnesjum. Svo virðist sem innbrot séu að aukast og hefur verið tilkynnt um nokkru innbrot á heimili á síðustu dögum.
Innbrotsþjófar virðast bíða eftir að fólk fari til vinnu sinnar og geri þá atlögu að heimilum fólks. Innbrotsþjófarnir virðast ekki láta þjófavarnakerfi hræða sig í öllum tilvikum og komast á brott með ránsfeng áður en öryggisverðir og lögregla koma á vettvang.
Þá hefur verið nokkuð um innbrot í fyrirtæki. Þannig var farið inn í söluturna í Innri Njarðvík og á Fitjum á dögunum og einnig í verslun í Keflavík. Á öllum þessum stöðum var það tóbak sem far stolið, en einnig voru teknir fjármunir.