Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan varar við innbrotum á Suðurnesjum
Miðvikudagur 16. nóvember 2011 kl. 09:32

Lögreglan varar við innbrotum á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum varar við innbrotum í heimahús og fyrirtæki á Suðurnesjum. Svo virðist sem innbrot séu að aukast og hefur verið tilkynnt um nokkru innbrot á heimili á síðustu dögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Innbrotsþjófar virðast bíða eftir að fólk fari til vinnu sinnar og geri þá atlögu að heimilum fólks. Innbrotsþjófarnir virðast ekki láta þjófavarnakerfi hræða sig í öllum tilvikum og komast á brott með ránsfeng áður en öryggisverðir og lögregla koma á vettvang.


Þá hefur verið nokkuð um innbrot í fyrirtæki. Þannig var farið inn í söluturna í Innri Njarðvík og á Fitjum á dögunum og einnig í verslun í Keflavík. Á öllum þessum stöðum var það tóbak sem far stolið, en einnig voru teknir fjármunir.