Lögreglan tók mikið magn fíkniefna eftir húsleit
Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði umtalsvert magn af fíkniefnum í húsleit sem gerð var að fenginni heimild í íbúðarhúsnæði sl. föstudag. Um var að ræða kannabisefni og amfetamín sem voru í neyslupakkningum víðs vegar um íbúðina. Húsráðendur, karlmaður og kona voru handtekin, grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna. Í fórum þeirra fundust tugir þúsunda króna sem talið er vera ágóði af sölu fíkniefna.
Annar aðili sem lögregla handtók í gærmorgun framvísaði sígarettupakka með amfetamíni í.
Þá framvísaði ökumaður, sem grunaður var um fíkniefnaakstur kannabisefnum þegar lögreglumenn tóku hann úr umferð.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann