Lögreglan sátt eftir Sólseturshátíð í Garði
Lögrelgan á Suðurnesjum er sátt við framkvæmd Sólseturshátíðar á Garðskaga um liðna helgi og segir gesti hátíðarinnar hafa verið til fyrirmyndar. Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp þar sem aðilar voru teknir með neysluskammta.
Lögreglumenn á eftirliti á svæðinu höfðu augu með því að fólk undir aldri væri ekki að neyta áfengis og mátti sjá lögreglumenn hella niður bjór á svæðinu.
Ungmenni undir áhrifum áfengis brutust inn á sundlaugarsvæðið í Garði og fóru í sundlaugina. Starfsmaður vísaði fólkinu úr lauginni og kallaði jafnframt til lögreglu.