Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lögreglan rukkaði fyrir leigubílstjóra
Miðvikudagur 24. febrúar 2016 kl. 08:57

Lögreglan rukkaði fyrir leigubílstjóra

Leigubifreiðarstjóri, sem ekið hafði ölvuðu erlendu pari frá Reykjavík til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar óskaði eftir aðstoð lögreglu á dögunum, því á greiðslukorti sem það framvísaði var ekki nóg innistæða fyrir fargjaldinu.

Kona, sem var farþegi í bílnum, kvað samferðamann sinn hafa týnt öðru korti sem á væri innistæða. Maðurinn afhenti lögreglu veski sitt. Í því var týnda kortið og fékk bifreiðarstjórinn greiðslu fyrir aksturinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024