Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan rannsakar gróft ofbeldismyndband úr Njarðvík
Fimmtudagur 20. nóvember 2008 kl. 21:01

Lögreglan rannsakar gróft ofbeldismyndband úr Njarðvík




Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú til rannsóknar alvarlega líkamsárás sem fest var á filmu í Njarðvík í dag. Frá þessu var greint á mbl.is undir kvöld. Myndskeið af líkamsárásinni var birt á vefsíðunni Youtube.com.

Yfirvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við mbl.is að sér hafi verið brugðið við að horfa á myndbandið, en ónefndur aðili sendi myndskeiðið til lögreglunnar á tölvupósti. Aðspurður segir hann að augljóslega sé um alvarlega líkamsárás að ræða, brot á 218. grein almennra hegningarlaga. Brot á þeirri lagagrein varðar sektum eða fangelsi allt að þremur árum, en ef brotið er sérstaklega hættulegt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum.

Drengurinn sem varð fyrir árásinni leitaði sér læknisaðstoðar í dag. Lögregla hefur sett sig í samband við hann. Yfirvarðstjóri tjáði blaðamanni mbl.is að gælunöfn árásarmannanna séu þekkt, málið sé í rannsókn og að gengið verði í það mál á morgun að hafa uppi á árásarmönnunum, segir í frétt mbl.is

www.mbl.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024