Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan óskar eftir vitnum
Miðvikudagur 11. september 2013 kl. 10:48

Lögreglan óskar eftir vitnum

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Kirkjuvegi, móts við hús nr. 19, á tímabilinu milli kl. 14 og 16 laugardaginn 7. september sl. Þá var ekið utan í bláa Toyota Landcruser 100 bifreið þar sem hún stóð kyrrstæð. Við áreksturinn urðu skemmdir á vinstri hlið bifreiðarinnar en á vettvangi var að finna brot úr hliðarspegli tjónvalds.

Er ökumaður, og þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu, beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 420 1800 eða senda okkur skilaboð gegnum fésbók lögreglunnar á Suðurnesjum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024