Lögreglan og slökkvilið í soðið slátur
Mikla brunalykt lagði frá íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og var hún kvödd á vettvang, ásamt slökkviliði Brunavarna Suðurnesja.
Lögreglumenn skrúfuðu upp opnanlegt far á eldhúsglugga og fóru inn. Lagði reyk frá potti á eldavél. Húsráðandi hafði verið að sjóða slátur, en brugðið sér af bæ án þess að slökkva áður undir honum.
Slökkviliðið reykræsti húsnæðið og urðu engar skemmdir af völdum slátursuðunnar.