Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 14. mars 2000 kl. 20:54

Lögreglan lýsir eftir vitnum

Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík lýsir eftir vitnum að tveimur atvikum, árekstri og brottför af staðnum og eignaspjöllum á bifreið. Aðfaranótt sunndagsins 27. febrúar s.l. um kl. 4:48 var ekið aftarlega á vinstri hlið bifreiðarinnar NK-600 sem er svört BMW bifreið. Bifreiðin var kyrrstæð og mannlaus við Heiðargarð 5, Keflavík. Tjónvaldur ók á brott án þess að gera viðeigandi ráðstafanir en ummerki eftir rauða bifreið sáust á vettvangi. Aðfaranótt sunnudagsins 5. mars s.l. um kl. 3:50 var kona í bifreið sinni RV-121 sem er af gerðinni Suzuki Baleno, rauð að lit, í bifreiðastæði við Tjarnargötu í Keflavík, móts við verslunina Bústoð. Nokkrir unglingspiltar veittust að bifreið konunnar og stökk einn þeirra upp á vélarlokið og hoppaði þar og olli talsverðum skemmdum á bifreiðinni. Konan þekkti ekki piltana. Þeir sem hugsanlega geta gefið einhverjar upplýsingar um þessi mál eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík, sími 421-5500 eða 421-5510.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024