Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan lýsir eftir tveimur stúlkum
Miðvikudagur 17. júlí 2013 kl. 09:26

Lögreglan lýsir eftir tveimur stúlkum

Vegna málsrannsóknar óskar lögreglan á Suðurnesjum eftir því að ná tali af tveimur stúlkum sem höfðu ekið um Hafnargötu í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudagsins 30. júní s.l. á milli kl. 03:30 og 04:30.

Umræddar stúlkur voru að öllum líkindum á bláleitum 4 dyra smábíl og aftan í honum var barnastóll eða barnasæti. Bifreiðin var kyrrstæð ofarlega á Hafnargötu þegar stúlka kom að og bað um að sér yrði ekið heim og urðu þær við því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stúlkurnar munu hafa verið frá höfuðborgarsvæðinu eða á leiðinni þangað.
Stúlkurnar, eða hver sá sem getur gefið upplýsingar um það hverjar þær eru, eru beðnar um að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum í síma 420 1700.