Lögreglan lýsir eftir stolinni bifreið
Lögreglan á Suðurnesjum leitar að hvítum Volkswagen golf með skráningarnúmerinu ZG K81 sem stolið var frá bifreiðastæðinu við Bláa lónið.
Lögreglan óskar vinsamlegast eftir að því að þeir sem hafi upplýsingar um hvar bifreiðin er niðurkomin hafi samband í síma 444-2200.
Meðfylgjandi mynd er samskonar bifreið og stolið var.