Lögreglan lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður er 16 ára, klæddur í brúnleita lopapeysu með gráu mynstri með rennilás og í grábláum Adidas buxum.
Talið er að Sigurður sé á höfuðborgarsvæðinu.
Ef Sigurður finnst eða einhver veit hvar hann er niðurkominn vinsamlegast tilkynnið til lögreglunnar á Suðurnesjum í síma 420-1800.