Lögreglan lýsir eftir malarflutningabíl
Lögreglan á Suðurnesjum leitar malarflutningabíls, sem ók eftir Reykjanesbrautinni í gær með farminn óvarinn, þannig að grjót fauk aftan af vagninum og á akbrautina. Einn bíll skemmdist talsvert eftir að hann ók á stóran stein, sem fallið hafði af vörubílnum.
Bæði dekk hægra megin á bílnum sprungu og felgurnar dælduðust, en ökumanni tókst þó að halda honum á veginum. Fleiri ökumenn kvörtuðu undan frekara grjóthruni af malarflutningabílnum og er hans nú leitað.
Bæði dekk hægra megin á bílnum sprungu og felgurnar dælduðust, en ökumanni tókst þó að halda honum á veginum. Fleiri ökumenn kvörtuðu undan frekara grjóthruni af malarflutningabílnum og er hans nú leitað.