Lögreglan lýsir eftir bíl sem stolið var í Grindavík
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bifreiðinni JBT01. Tilkynnt var um stuld bifreiðarinnar hinn 18. apríl sl. en hún hvarf frá heimili eiganda í Grindavík.
Bifreiðin er af gerðinni Volkswagen Polo, árgerð 2013, grá að lit og er hún tjónuð á vinstra framhorni. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bifreiðina gæti verið að finna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2200 eða 112.