Lögreglan lýsir eftir 17 ára stúlku
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir 17 ára gamalli stúlku Aleksöndru Rós Jankovic. Ekki er vitað hvar hún heldur sig en talið er að hún sé á höfuðborgarsvæðinu.
Aleksandra er um 160 cm á hæð, grannvaxin með dökkt sítt hár. Hún var klædd í gallabuxur og í gráa hettupeysu.
Lögreglan biður alla sem geta gerið upplýsingar um ferðir Aleksöndru eða dvalarstað hennar að láta lögreglu vita í síma 420-1800.