Lögreglan lokar við Gunnuhver vegna aukinnar virkni
– leirslettur berast nú lengra en áður
Lögreglan á Suðurnesjum og bæjaryfirvöld í Grindavík hafa séð ástæðu til að loka eystri útsýnispallinum við Gunnuhver á Reykjanesi fyrir allri umferð. Lokunin gildir þar til annað verður ákveðið. Gunnuhver er nú kominn í daglega vöktun hjá lögreglunni sem fylgist með breytingum á hverasvæðinu.
Nokkrar breytingar hafa orðið á hverasvæðinu við Gunnuhver síðustu daga. Gufuvirkni á svæðinu hefur aukist og leirslettur berast nú lengra en áður.
Aðgengi að vestari útsýnispallinum er óbreytt, en þaðan er gott útsýni yfir hverasvæðið. Heimsókn að Gunnuhver er sem fyrr mjög skemmtileg upplifun. Fólk er hvatt til að fara varlega um hverasvæðið.