Lögreglan lokaði Reykjanesbraut
Lögreglan lokaði Reykjanesbrautinni nú áðan vegna umferðaróhapps á Vogastapa. Aðstæður á slysstað eru erfiðar en þar er mikill skafrenningur og blint.
Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum sýndu ökumenn aðstæðum ekki þá aðgát sem þurfti og voru lögreglumenn á vettvangi í hættu. Af þeim ástæðum var Reykjanesbrautinni lokað en gert er ráð fyrir að hún opni að nýju nú í hádeginu þegar vinnu á vettvangi slyssins er lokið.
Myndin er af lögreglubíl sem lokar brautinni á Fitjum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson