Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan leitar vitna að alvarlegu umferðarslysi
Mynd frá vettvangi umferðarslyssins.
Mánudagur 18. nóvember 2013 kl. 15:14

Lögreglan leitar vitna að alvarlegu umferðarslysi

Vegna rannsóknar á alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbraut við Fitjar, síðastliðin fimmtudag um kl. 18:40, þar sem ekið var á gangandi vegfaranda, óskar lögreglan eftir vitnum að slysinu.

Sérstaklega óskar lögreglan eftir því að ná tali af aðila á dökkri jeppabifreið, mögulega svörtum Mitsubishi Pajero, sem hafði ekið konu að Fitjum á umræddum tíma. Konan mun hafa verið farþegi í bifreiðinni og hafði farið út úr henni á við bensínafgreiðslu Orkunnar á Fitjum.

Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1700.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024