Lögreglan leitar þessa manns eftir vopnað rán í Innri-Njarðvík
Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar vopnað rán sem framið var í Stapagrilli við Tjarnabraut í Innri-Njarðvík um miðjan dag. Fjölmennt lið lögreglu var kallað á vettvang ránsins og farið var um hverfið í leit að manninum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur ekki ennþá tekist að hafa hendur í hári mannsins.
Grétar Þór Grétarsson, eigandi Stapagrills, lýsti atburðarásinni í samtali við Víkurfréttir fyrr í dag. Lesa má um það í þessari frétt hér.
Myndin hér að ofan er úr myndavél í Stapagrilli og er tekin augnabliki áður en ránið var framið. Fólk sem telur sig þekkja manninn á myndinni eða veit hver hann er er hvatt til að koma þeirri ábendingu til lögreglunnar á Suðurnesjum. Hér má nálgast upplýsingar hvernig hægt er að hafa samband við lögreglu.