Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan leitar bifhjólaökumanns vegna ofsaaksturs
Þriðjudagur 7. júlí 2009 kl. 18:18

Lögreglan leitar bifhjólaökumanns vegna ofsaaksturs



Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú ökumanns bifhjóls vegna ofsaaksturs en mikill fjöldi tilkynninga hefur borist frá vegfarendum í dag vegna hans. Ökumaðurinn ekur dökku bifhjóli af svokallaðri Racer tegund en frekari lýsing á hjólinu liggur ekki fyrir. Hann sást á leið í átt að Hafnarfirði fyrr í dag.

Skömmu fyrir klukkan 17 í dag bárust lögreglu enn fleiri tilkynningar vegna hjólsins sem þá var á mikilli ferð eftir Reykjanesbraut á leið til Keflavíkur. Í einum framúrakstrinum rakst hjólið utan í bifreið við Vogaveg og tók hliðarspegil bílsins af.

Að sögn lögreglu eru allar upplýsingar um hjólið og ökumanninn vel þegnar enda mikilvægt að hafa hendur í hári ökumanna sem sýna slíka hegðun í umferðinni.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd - Racer hjól eru straumlínulöguð svipað og þetta. Ökufanturinn ekur dökku  Racer - hjóli.