Lögreglan leitar að hugsanlegu vitni að slysi
Lögreglan á Suðurnesjum leitar ökumanns jeppabifreiðar sem ók Vesturbraut í Keflavík í austur í gær, föstudaginn 26. mars sl. klukkan 14. Lögreglan þarf að hafa tal af honum vegna umferðaróhapps sem varð þarna á sama tíma þar sem ekið var á bifhjólamann og ökumaður hugsanlega vitni af óhappinu.
Viðkomandi getur haft samband við lögregluna í síma 420-1800.