Fréttir

Lögreglan leitar að gámum
Fimmtudagur 30. júlí 2015 kl. 19:26

Lögreglan leitar að gámum

-stolið af Ásbrú

Lögreglan á Suðurnesjum leitar að tveimur gámum sem virðist hafa verið stolið af Ásbrú.

Um er að ræða tvo 20 ft. gáma sem voru teknir frá Funatröð 8 á Ásbrú, en þeir voru þar við húsið.
Annar gámurinn er innréttaður með klósetti og kaffiaðstöðu, með sæti og borðum fyrir 8-10 manns , grár að lit. Gengið inn um hlið á honum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hinn gámurinn var vinnugámur, rauður að lit.
Einnig er horfið þaðan rörastillans, að gerðinni Bostic frá Byko,en sá er 220 lengdarmetrar.

Gámarnir voru staðsettir þar sem rauði hringurinn á myndinni er.
Ef einhver hefur upplýsingar um hvarf þessarar gáma þá má hinn sami hafa samband við lögreglustjórann á Suðurnesjum hér eða með því að hringja í síma 444-2200.