Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan lagði hald á fíkniefni
Sunnudagur 29. maí 2005 kl. 10:34

Lögreglan lagði hald á fíkniefni

Lögreglan í Keflavík lagði hald á 1 gramm af meintu Marihuana og 1 gramm af meintu amfetamíni en sá aðili sem var með efnin gekkst við að eiga þau og telst málið upplýst.

Ung stúlka datt af reiðhjóli sínu í Njarðvík en lögregla og sjúkrabifreið voru send á staðinn. Mun stúlkan, sem er 12 ára, hafa verið að hjóla upp á sandhól er hún féll af hjóli sínu og lenti hún á öxlinni. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kom í ljós að hún var óbrotin en kenndi þó til eymsla í öxlinni. Fékk hún að fara heim að skoðun lokinni.

Einn ökumaður var kærður í gær fyrir að aka of hratt á Reykjanesbrautinni en hann ók á 118 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Annar var tekinn á Grindavíkurvegi á 112 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.



Í nótt varð Lögreglan í Keflavík að vísa 14 ungmennum úr sundlauginni í Sandgerði en þau höfðu klifrað yfir girðingu.

Einn ökumaður var stöðvaður í nótt og er grunaður um ölvun við akstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024