Lögreglan í Keflavík lýsir eftir vitnum
Lögreglan í Keflavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á bifreiðastæðinu við verslunina Samkaup í Njarðvík laugardaginn 1. október s.l. um kl. 18. Bifreiðarnar voru VW Polo, blá að lit, og Subaru Legacy, dökkgræn að lit. Þeir sem kynnu að hafa séð áreksturinn eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Keflavík, s. 420 2400. Lögreglan hafði tal af vitninu “Tómasi” á vettvangi og biður hann að hafa samband á ný við lögregluna vegna málsins.