Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 8. febrúar 2000 kl. 14:53

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir tveimur stolnum bifreiðum.

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir tveimur stolnum bifreiðum: Mazda 323, árgerð 1987 ljósgrænni að lit, ID-422 og Mercedes Bens 400SE, dökkgrárri að lit OR-594.Aðfaranótt þriðjudagsins 18. janúar sl. var bifreiðinni ID-422 stolið frá Hólagötu 13, Njarðvík. Bifreiðin er fólksbifreið af gerðinni MAZDA 323, árgerð 1987, ljósgræn að lit. Ekkert hefur spurst til bifreiðarinnar. Aðfaranótt laugardagsins 22. janúar sl. var bifreiðinni OR-594 stolið af bifreiðastæði við bílasöluna Toyotasalinn á Fitjum í Njarðvík. Bifreiðin er fólksbifreið af gerðinni Mercedes Bens 400SE, dökkgrá að lit. Verðmæti bifreiðarinnar mun vera rúmlega 6 milljónir króna. Ekkert hefur spurst til bifreiðarinnar. Þeir sem kynnu að hafa einhverjar upplýsingar um ofangreindar bifreiðar eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 421 5500.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024