Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir manni
Þriðjudagur 3. september 2002 kl. 18:06

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir manni

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Óla G. Jónssyni, til heimilis að Þangbakka 8 í Reykjavík. Óli er 174 sm. á hæð, skolhærður og sköllóttur. Hann er fæddur 1944. Hann sást síðast þann 20. ágúst sl. Hann mun hafa fengið far með leigubifreið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur að Hótel Capin. Þar fékk hann ekki inngöngu. Síðan þá hefur ekki heyrst né sést til Óla.Óli var klæddur dökkbláum mittisjakka, dökkbláum buxum og ljósri skyrtu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Óla frá 20. ágúst sl. vinsamlegast hafi samband við lögregluna í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024