Lögreglan í Keflavík aðstoðaði húsvilltan mann
Lögreglan í Keflavík var kölluð að húsi í bænum í nótt þar sem talið var að maður væri að brjótast þar inn.
Meintur þjófur varð hinsvegar heilshugar feginn þegar lögregla kom á vettvang og bað hana að hjálpa sér að komast inn til sín, því lykillinn vildi ekki virka.
Kom þá í ljós að Bakkus hafði ekki reynst honum betri förunautur en svo, að hann hafði farið húsavillt, og greiddi lögreglan úr því án frekari eftirmála, segir á Vísir.is.