Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lögreglan í bílastæðaátaki við FS
Fimmtudagur 4. október 2012 kl. 08:12

Lögreglan í bílastæðaátaki við FS

Í þessari viku verður lögreglan með sérstakt eftirlit með lagningum bifreiða í námunda við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Beinir lögreglan þeim tilmælum til ökumanna að leggja bifreiðum sínum löglega og má þar benda á bifreiðarstæðin fyrir neðan Vatnaveröld en þar eru iðulega fjöldinn allur af bifreiðarstæðum.

„Munum við veita áminningar í þessari viku en frá og með næstu viku verður sektum beitt og eftir atvikum bifreiðar fjarlægðar með dráttarbifreið. Ólöglegar lagningar á þessu svæði geta verið mjög hættulegar þar sem mikið er um börn á leið til og frá skóla,“ segir lögreglan á Suðurnesjum á fésbókarsíðu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024