Lögreglan hafði afskipti af 425 ökumönnum á einni viku
Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af samtals 425 ökumönnum á 164 klukkustundum í norrænni umferðarviku sem fram fór daganna 27. maí til 2. júni. Þetta kemur fram í samantekt sem send hefur verið til Ríkislögreglustjórans vegna umferðarvikunnar. Þá kemur einnig fram að lögreglan hafi kært 41 mann vegna öryggisbelta og ein blóðprufa var tekin. Í umsögn sem lögreglan sendir frá sér vegna umferðarvikunnar kemur fram að jákvæð samskipti hafi verið við fólk og að fjöldi annarra umferðarlagabrota hafi verið upplýst.
Staðreyndir lögreglunar i Keflavík vegna norrænnar umferðarviku 27. maí til 2. júní 2002
Fjöldi fólksflutningabifreiða: 40
Fjöldi vörubifreiða: 8
Fjöldi flutningabifreiða: 4
Fjöldi ökumanna sem haft var afskipti af: 425
Fjöldi kæra vegna öryggisbelta: 41
Fjöldi kæra vegna hraðaksturs: 39
Fjöldi öndunarprófa: 15
Fjöldi öndunarsýna: 0
Fjöldi blóðprufa: 1
Fjöldi klukkustunda sem lögreglan sinnti eftirlitinu: 164
Staðreyndir lögreglunar i Keflavík vegna norrænnar umferðarviku 27. maí til 2. júní 2002
Fjöldi fólksflutningabifreiða: 40
Fjöldi vörubifreiða: 8
Fjöldi flutningabifreiða: 4
Fjöldi ökumanna sem haft var afskipti af: 425
Fjöldi kæra vegna öryggisbelta: 41
Fjöldi kæra vegna hraðaksturs: 39
Fjöldi öndunarprófa: 15
Fjöldi öndunarsýna: 0
Fjöldi blóðprufa: 1
Fjöldi klukkustunda sem lögreglan sinnti eftirlitinu: 164