Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan: Engin alvarleg mál á Ljósanótt
Sunnudagur 7. september 2008 kl. 12:59

Lögreglan: Engin alvarleg mál á Ljósanótt



Engin alvarleg mál komu upp á Ljósanótt. Engin nauðgunarmál hafa verið kærð og engar alvarlegar líkamsárásir áttu sér stað. Lögreglan á Suðurnesjum var með mikinn viðbúnað og var með 55 menn á vakt þegar mest var í gærkvöldi og nótt.

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að Ljósanótt hafi farið vel fram og lögreglan sé ánægð með hvernig til tókst. M.a. hafi lögreglan átt mjög gott samstarf við björgunarsveitir sem hafi verið með um 80 manns í gæslu en hátíðin hafi farið fram við ströndina og smábátahöfn og því þurft að tryggja öryggi. Það hafi björgnuarsveitarmenn gert með liðsafla og búnaði.


Þá hafi tveir menn frá Landhelgisgæslunni ásamt tveimur lögreglumönnum kannað skipsstjórnarréttindi og annað er tengdist þeim fjölda sport- og skemmtibátum sem sóttu hátíðina í gær.


Mynd:
Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ræðir við hátíðargesti á Ljósanótt í gærkvöldi. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024