Lögreglan beitir klippunum af hörku!
Starfsdagur C-vaktar lögreglunnar í Keflavík var í dag. Hann var fjölbreyttur og þegar þessi orð eru skrifuð eru lögreglumenn enn að fást við hin fjölbreyttustu verkefni. Í dag mættu vaskir laganna verðir á slökkvistöðina í Keflavík þar sem beið þeirra að beita klippum á gamlan Subaru. Fyrst var hann klipptur í sundur og síðan varð bíllinn eldi að bráð. Sá eldur var slökktur skömmu síðar af lögreglumönnunum.Eftir að hafa gert bílinn að engu hjá slökkviliðinu fór C-vakt lögreglunnar á skotsvæði til að skjóta af byssum. Í kvöld verður síðan farið á æfingu með björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík.
Meðfylgjandi mynd var tekin af vöskum lögreglumanni þar sem hann beitti klippunum á gamlan Subaru í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson.
Meðfylgjandi mynd var tekin af vöskum lögreglumanni þar sem hann beitti klippunum á gamlan Subaru í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson.