Lögreglan aflífaði 30 fugla í Sandgerði
Síðdegis barst lögreglu tilkynning um að grútarmengaður fugl væri í Sandgerðishöfn og uppi í byggð í négrenni hafnarinnar. Lögreglumenn fóru á staðinn til að huga að þessu. Þar reyndist vera nokkuð magn sílamávs ataður grút. Lögreglan aflífaði fugla þá sem hún náði til eða rúmlega 30 fugla. Ljóst er að fiskveiðiskip hefur losað grút ekki langt fyrir utan Sandgerðishöfn og hefur fuglinn bersýnilega leitað í grútinn.
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og Hafnarstjóra Sandgerðishafnar var gert kunnugt um atvikið.
Mynd: Sandgerðishöfn í kvöld, séð með vefmyndavél Sandgerðisbæjar.