Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 840 bifreiðar
Þriðjudagur 6. júní 2017 kl. 10:46

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 840 bifreiðar

- Könnuð voru réttindi svo og ástand ökumanna og ökutækja

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 840 bifreiðar í sérstöku eftirliti með umferð um hvítasunnuhelgina. Settir voru upp stöðvunarpóstar á Reykjanesbraut, þar á meðal við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Könnuð voru réttindi svo og ástand ökumanna og ökutækja. Af þessum rúmlega 800 ökumönnum óku tveir sviptir ökuréttindum, einn ók án þess að hafa öðlast réttindi og einn var grunaður um ölvun undir stýri. Þá var einn sektaður fyrir að aka á nagladekkjum og fjórir áminntir fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024