Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum
Vegna málsrannsóknar lýsir lögreglan á Suðurnesjum eftir bifreið sem mun hafa verið ekið um Heiðmerkurveg við Rauðhóla ofan Reykjavíkur, skammt frá Suðurlandsvegi, laugardagskvöldið 21.09.2013 á tímabilinu frá kl. 00:30 til 02:00. Talið er að bifreiðin sé hvít eða ljósleit jeppabifreið, hugsanlega Toyota Land-Cruiser 100. Bifreiðinni mun hafa verið ekið inn á útskot / bifreiðastæði móts við Rauðhóla og hafi þá lýst upp rauða fólksbifreið sem lagt var á malarslóða útfrá útskotinu / bifreiðastæðinu.
Lögreglan á Suðurnesjum þarf að ná tali af þeim sem þarna voru á ferð og biður þá að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1700.