Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni
Mánudagur 27. febrúar 2012 kl. 14:14

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar sem er fæddur árið 1996 og er búsettur í Grindavík en hefur dvalið að undanförnu á Háholti í Skagafirði.  Sigurður var í helgarleyfi með forráðamanni sínum. Sigurður dvaldi í sumarbústað en ekki á Háholti, þessa helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður strauk um kl. 06:30 á sunnudag 26.feb sl.


Sigurður er þrekvaxinn og um 180 sm að hæð. Sigurður Brynjar var klæddur í svarta íþróttaskó, grágrænar íþróttabuxur, bláa hettupeysu og svarta lopapeysu yfir.

Þeir sem geta upplýst um hvar Sigurð Brynjar er að finna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.