Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tekur við hliðum í vikulokin
Miðvikudagur 27. september 2006 kl. 08:42

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tekur við hliðum í vikulokin

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli mun taka við allri gæslu í hliðum varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli í lok vikunnar. Herlögreglan mun láta af störfum laugardaginn 30. September nk. og sama dag tekur Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli við lyklavöldum í herstöðinni, sem frá þeim degi verður í raun aðeins afgirt íslensk landareign og ekki lengur varnarsvæði.

 

Mynd: Aðalhlið Keflavíkurflugvallar þegar það var opið fyrir umferð. Víkurfréttum er ekki ljóst hvort notast verður við Aðalhlið eða Grænáshlið fyrir umferð inn á Keflavíkurflugvöll. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024