Lögreglan á höttunum eftir rjúpnaskyttum
Lögreglan í Keflavík stendur þessa dagana fyrir sérstöku eftirliti með hugsanlegum rjúpnaveiðum og mun vera með slík eftirlit næstu daga en lögreglu hefur borist upplýsingar um ferðir rjúpnaveiðimanna síðustu daga í nágrenni Grindavíkur þrátt fyrir tímabundna friðun rjúpunnar.
Blaðamaður Víkurfrétta var á ferð um óbyggðir Reykjaness, m.a. á Fagradalsfjalli og þar sáu menn tóm skothylki við vegarslóða, sem gefur tilefni til að fylgst sé með hugsanlegum veiðum.
Blaðamaður Víkurfrétta var á ferð um óbyggðir Reykjaness, m.a. á Fagradalsfjalli og þar sáu menn tóm skothylki við vegarslóða, sem gefur tilefni til að fylgst sé með hugsanlegum veiðum.