Lögreglan á hælum vélsleðamanna
Lögreglunni í Keflavík fóru að berast ábendingar í gærkvöldi frá íbúum í nágrenni við opna svæðið í Keflavík milli Garðahverfi og Eyjabyggðar annars vegar og Vallarhverfis og Heiðarhverfis hins vegar um akstur vélsleða á svæðinu. Ekki tókst að hafa upp á vélsleðamönnunum en rétt er að geta þess, til þeirra sem ekki þekkja reglur samfélagsins, að óheimilt er samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjanesbæjar að aka vélsleðum í bænum.
Þá höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur mönnum á vélsleðum á Austurvegi í Grindavík um kl. 22 í gærkvöldi. Samkvæmt lögreglusamþykkt Grindavíkur er akstur vélsleða bannaður í bænum. Að auki var annar ökumaðurinn réttindalaus.
Mynd úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.