Lögregla veit ekki hver hinn látni er
Lögreglunni á Suðurnesjum barst skömmu fyrir hádegi í dag tilkynning frá Neyðarlínunni um að erlendur ferðamaður sem hafði verið á göngu niður við sjó í Keflavík hefði séð lík í sjónum.
Lík fannst í klettóttri og stórgrýttri fjörunni neðan við Ægisgötu, bakvið gömlu sundhöllina í Keflavík og reyndist það vera af fullorðnum óþekktum karlmanni.
Allir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um mannaferðir á þessu svæði frá því í gærkvöldi eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420 1700.
Ekki er unnt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn þess.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Líkið fannst hér í grýttri fjörunni skömmu fyrir hádegi í dag.