Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Lögregla varar við svikapóstum
Þriðjudagur 26. febrúar 2019 kl. 09:39

Lögregla varar við svikapóstum

Á síðustu dögum hafa komið mál á borð lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem tilraun er gerð til að svíkja fjármuni út úr fyrirtækjum í umdæminu með svokölluðu tölvupóstsvindli (e: BEC - Business Email Compromise). Svindlið gengur út á það að svikahrapparnir finna háttsettan yfirmann hjá viðkomandi fyrirtæki og senda póst í hans nafni til starfsmanns sem hefur umráð með fjármálum fyrirtækisins. Er viðkomandi starfsmaður beðinn um að millifæra fjármuni á reikninga erlendis.
 
Þegar fólk fær tölvupóst þar sem beðið er um að peningar séu millifærðir á áður óþekktan reikning er gott að hafa eftirfarandi í huga:
 
Er rétt netfang við nafn sendanda? Oft má sjá að þó nafnið sé rétt er netfangið það ekki.
 
Eru villur í orðalagi? Þó tölvupóstarnir séu innihaldslitlir má oft á tíðum sjá málfarsvillur.
 
Lögregla beinir þeim tilmælum til fólks að vera vel á verði fái það tölvupósta þessa efnis.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024