Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla varar við símaþjófum
Föstudagur 13. september 2013 kl. 10:32

Lögregla varar við símaþjófum

Sex einstaklingar hafa tilkynnt um þjófnað á farsímum sínum til lögreglunnar á Suðurnesjum á allra síðustu dögum. Fjórum símum var stolið þegar eigendur þeirra voru staddir á skemmtistöðum í umdæminu, en tveimur við aðrar aðstæður. Um er að ræða tilfinnanlegt tjón fyrir þá sem verða fyrir barðinu á símaþjófunum, því fyrir utan verðmæti símanna hafa þeir í sumum tilvikum að geyma fjölskylduljósmyndir og fleira þess háttar, sem eigendum þeirra er ómetanlegt.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar símaþjófnaðina og hvetur fólk til að vera á varðbergi, skilja ekki við við sig síma sína á skemmtistöðum, hvorki í veskjum né á borðum og hafa varann á  gagnvart hugsanlegum vasaþjófum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024