Lögregla upprætti fíkniefnasamkvæmi
Lögreglan á Suðurnesjum upprætti fíkniefnasamkvæmi í Keflavík í nótt og handtók fjóra menn. Lögregla kom fólkinu að óvörum þannig að því gafst ekki ráðrúm til að koma neinu undan. Við leit í húsnæðinu fundust 20 grömm af hassi, 60 grömm af marijuana og 30 grömm af hvítu efni, annaðhvort anfetamíni eða kókaíni. Fólkinu var sleppt að yfirheyrslum loknum, samkvæmt frétt visir.is sem greinir frá þessu.