Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla þurfti að aka utan í bifreið í eftirför
Föstudagur 12. maí 2017 kl. 10:47

Lögregla þurfti að aka utan í bifreið í eftirför

Ökumaður sem staðinn var að hraðakstri á Reykjanesbraut í vikunni sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu svo veita þurfti honum eftirför til að ná tali af honum. Bifreið hans mældist á 138 km hraða við Vogastapa þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. 
 
Lögregla veitti honum eftirför til Keflavíkur og ók hann áfram inn í bæinn. Gripið var til þess ráðs að aka lögreglubifreið utan í bifreið hans, því hann var kominn á akbraut þar sem í námunda var mikil umferð akandi og gangandi. Við það stöðvaði hann aksturinn. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðunum.
 
Auk þessa ökumanns voru átta kærðir fyrir of hraðan akstur, einn þeirra réttindalaus. Loks ók einn ökumaður sviptur réttindum og skráningarnúmer voru fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem ekki voru tryggðar eða skoðaðar.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024