Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 11. desember 2000 kl. 03:50

Lögregla tekur niður bílnúmer mótmælenda

Mótmælendur lokuðu Reykjanesbraut rétt hjá Grindavíkurafleggjara með því að setja túður á veginn og leggja bílum sínum þvert á akreinarnar. Lögreglumenn hafa tekið niður bílnúmer þeirra bíla sem þannig er lagt og því ekki ólíklegt að eftirmál verði af mótmælunum. Visir.is greinir frá.Þrátt fyrir að mótmælin séu nýhafin hafa þegar myndast langar raðir beggja megin við staðinn þar sem mótmælin fara fram. Raðirnar teygja sig nú þegar um nokkur hundruð metra í hvora átt og ljóst að mikið ónæði hefst af mótmælunum.
Í síðasta mánuðu urðu tvö banaslys á brautinni. Þrennt fórst í banaslysi við Kúagerði í lok mánaðarins og einn maður lést í banaslysi á brautinni þar sem hún liggur um Hafnarfjörð, snemma í nóvember.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024