Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla skoðar auglýsingu frá Glóðinni
Miðvikudagur 9. desember 2009 kl. 14:37

Lögregla skoðar auglýsingu frá Glóðinni


Lögreglan á Suðurnesjum skoðar nú auglýsingu frá Glóðinni í Keflavík, sem auglýsir „flottasta, sveittasta og kynþokkafyllsta partý fyrr og síðar“. „Skot af berum kroppum, ljósblá mynd á breiðtjaldi og fullnæging við hurð fyrir 50 fyrstu“, er á meðal þess sem auglýst er sem „Dirty Night á Glóðinni“.  Þá fá „stelpur að ber olíu drengina“ og sitthvað fleira.
Skemmtunin er auglýst sem próflokadjamm næsta laugardag og er höfðað til 18 ára og eldri.

Lögreglan tekur auglýsinguna brjóta gegn lögum um veitingastaði og skemmtanahald, hefur mbl.is eftir Skúla Jónssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Sjá frétt mbl.is hér.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024