Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Lögregla sektar foreldra og tilkynnir til barnaverndaryfirvalda
Lögreglan við eftirlit við Tjarnarsel í Keflavík.
Fimmtudagur 10. janúar 2019 kl. 18:45

Lögregla sektar foreldra og tilkynnir til barnaverndaryfirvalda

Lögreglan á Suðurnesjum mun byrja að sekta ökumenn bifreiða á morgun sem ekki setja börn í löglegan öryggisbúnað. Lögreglan hefur síðastu daga verið með eftirlit við leikskóla í Reykjanesbæ og því miður eru foreldrar ekki að standa sig vel þegar kemur að öryggisbúnaði barna.
 
Staðan í morgun var til fyrirmyndar við leikskólann Skógarás á Ásbrú og engin afskipti þar. Hins vegar tók steininn úr við annan leikskóla í bænum og þar voru mál í miklum ólestri hjá foreldrum.

Í einu tilviki var barnið laust og liggjandi í aftursæti bílsins þegar komið var á leikskólann.
 
„Það að setja börnin ekki í löglegan öryggisbúnað er ekki í lagi og eftir að hafa skoðað þessi mál og séð ástandið síðustu daga þá verðum við að stíga niður fæti og beita viðurlögum. Sektin við því að setja barn ekki í viðurkenndan öryggisbúnað er 30.000 krónur,“ segir lögreglan í tilkynningu.
 
Ökumenn verða ekki bara sektaðir því málinu verður einnig sjálfkrafa vísað til barnaverndaryfirvalda, enda er það vanræksla við barnið að setja það ekki í löglegan öryggisbúnað og það er á ábyrgð ökumanns hverju sinni að börn að 15 ára aldri spenni öryggisbelti og/eða noti annan viðurkenndan búnað eins og bílstóla og sætispúða.
Public deli
Public deli