Lögregla og sjúkralið kallað að verkstæði
Í gær var lögreglan kölluð að leikskólanum Hjallatúni á Vallarbraut í Reykjanes vegna eignaspjalla. Búið var að sprauta bláu efni á þrjá glugga og tvö útiljós við innganginn. Atvikið mun hafa átt sér stað aðfaranótt þriðjudags.
Íbúi á Höskuldarvöllum í Grindavík tilkynnti lögreglu um þjófnað á reiðhjóli í gær. Hjólið er af gerðinni Trek, 26 tommu, blátt að lit. Hjólsins er sárt saknað af heimilinu.
Lögregla og sjúkralið var kölluð að dekkjaverkstæðinu Sólningu á Fitjabraut í Njarðvík vegna vinnuslyss um hádegisbilið í gær. Slysið varð með þeim hætti að vörubifreiðdekk sprakk og einn maður slasaðist. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Hann var lemstraður og marinn eftir þrýstinginn frá dekkinu.
Fleiri reiðhjól bættust í óskilamunadeild lögreglunnar. Nú voru tvö reiðhjól í óskilum við Hjallaveg 11 í Njarðvík.
Ekið var á glænýja hvíta Subaru Legacy bifreið þar sem henni hafði verið lagt í bifreiðastæði við Heilbrigðisstofun Suðurnesja. Tjónvaldur ók á brott.
Eitt umferðaróhapp varð á gatnamótum Skólavegar og Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Málið var afgreitt með tjónaformi.
Höfð voru afskipti af þremur börnum yngri en 15 ára þar sem þau voru við hjólreiðar án þess að nota hlífðarhjálm.
Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Sandgerðisvegi. Ökumaðurinn ók á 112 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Tilkynnt var um hávaða og ólæti í ölvuðum manni fyrir utan fjölbýlishús við Mávabraut í nótt. Hafði hann kastað ruslatunnu í húsið sem lenti einnig á bifreið og skemmdi hana lítilsháttar. Taldi maðurinn sig eiga eitthvað sökótt við íbúa hússins. Annað ölvunarútkall barst þar sem ölvuðum manni var ekið heim.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðar ók á 121 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
VF-mynd úr safni.
Íbúi á Höskuldarvöllum í Grindavík tilkynnti lögreglu um þjófnað á reiðhjóli í gær. Hjólið er af gerðinni Trek, 26 tommu, blátt að lit. Hjólsins er sárt saknað af heimilinu.
Lögregla og sjúkralið var kölluð að dekkjaverkstæðinu Sólningu á Fitjabraut í Njarðvík vegna vinnuslyss um hádegisbilið í gær. Slysið varð með þeim hætti að vörubifreiðdekk sprakk og einn maður slasaðist. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Hann var lemstraður og marinn eftir þrýstinginn frá dekkinu.
Fleiri reiðhjól bættust í óskilamunadeild lögreglunnar. Nú voru tvö reiðhjól í óskilum við Hjallaveg 11 í Njarðvík.
Ekið var á glænýja hvíta Subaru Legacy bifreið þar sem henni hafði verið lagt í bifreiðastæði við Heilbrigðisstofun Suðurnesja. Tjónvaldur ók á brott.
Eitt umferðaróhapp varð á gatnamótum Skólavegar og Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Málið var afgreitt með tjónaformi.
Höfð voru afskipti af þremur börnum yngri en 15 ára þar sem þau voru við hjólreiðar án þess að nota hlífðarhjálm.
Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Sandgerðisvegi. Ökumaðurinn ók á 112 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Tilkynnt var um hávaða og ólæti í ölvuðum manni fyrir utan fjölbýlishús við Mávabraut í nótt. Hafði hann kastað ruslatunnu í húsið sem lenti einnig á bifreið og skemmdi hana lítilsháttar. Taldi maðurinn sig eiga eitthvað sökótt við íbúa hússins. Annað ölvunarútkall barst þar sem ölvuðum manni var ekið heim.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðar ók á 121 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
VF-mynd úr safni.