Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla með lýsingu á manni sem byrlar slævandi lyf
Miðvikudagur 29. janúar 2014 kl. 11:31

Lögregla með lýsingu á manni sem byrlar slævandi lyf

- Gestir skemmtistaða séu á varðbergi.

Vegna atviks sem átti sér stað á skemmtistað í Reykjanesbæ um síðustu helgi, þegar ungri stúlku var byrlað ketamín, sem flokkast undir slævandi lyf, vill lögreglan á Suðurnesjum beina þeim tilmælum til gesta skemmtistaða í umdæminu að vera á varðbergi gagnvart slíku athæfi.

Lögregla hefur undir höndum lýsingu á einstaklingi, sem grunaður er um verknaðinn og er hans nú leitað. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið á þessu stigi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024